Vefsíðan dunda.is er markaðstorg Dunda ehf. fyrir þau sem vilja selja eigin sköpun og verk á netinu. Dunda ehf. sér um rekstur og virkni vefsíðunnar dunda.is og hefur milligöngu um greiðslu fyrir þau verk sem eru seld á vefsíðunni.
Söluaðilar (Dundarar) setja hver fyrir sig upp verð á vörum, sjá um afhendingu og bera ábyrgð á skilarétti. Afhendingartími og sendingarkostnaður geta því verið mismunandi milli söluaðila.
Almennur skilafrestur frá sendingu vöru er 14 dagar, nema annað komi fram á sölusvæði hvers Dundara.
VERÐ OG GREIÐSLA
Verð eru gefin upp í íslenskum krónum. Greiðsla fer fram með kortum í gegnum greiðslumiðlunina Straum.
SENDINGAR OG SKILARÉTTUR
Afhending á vörum fer annað hvort fram í gegnum Dropp eða er sótt á vinnustofu Dundara. Dundarar hafa val um að bjóða upp á að kaupendur geti sótt vöru á vinnustofu þeirra.
Ekki er hægt að skila handverki sem sótt er beint til Dundara.
Skilafrestur á handverki sem er sent með Dropp er 14 dagar. Vörunni ber að skila óskemmdri til seljandans.
Sjá nánar um réttindi neytenda á https://island.is/afpontun-og-skilarettur
SÖLUAÐILAR – DUNDARAR
Dundarar eru íslenskir lögaðilar sem selja handverk sitt á dunda.is samkvæmt samningi við Dunda ehf.
Dundarar þurfa að vera með rekstur á Íslandi og bera sjálfir ábyrgð á því að skila upplýsingum til skattayfirvalda.
Dunda ehf setur notendum eftirfarandi skilmála varðandi stofnun aðgangs, almenna notkun og viðskipti á vefsvæðinu dunda.is.
Breytingar sem kunna að vera gerðar á þessum skilmálum verða kynntar notendum á vefsvæðinu dunda.is.
Vinsamlegast sendið okkur fyrirspurnir og athugasemdir á netfangið [email protected].
Notendaaðgangur
Hver notandi ber ábyrgð á aðgangsupplýsingum og þeim upplýsingum sem notendur hafa um eigin viðskipti. Ef þig grunar að einhver annar aðili geti eða hafi notað aðganginn þinn skaltu tilkynna það með tölvupósti til [email protected]. Í slíkum tilvikum gæti Dunda ehf lokað fyrir viðkomandi aðgang.
Ef notendaaðgangur er notaður á hátt sem brýtur gegn íslenskum lögum eða þessum notendaskilmálum, eða misnotar þjónustu Dunda ehf, mun þeim aðgangi verða lokað. Öll tilvik þar sem grunur leikur á um lögbrot eða sviksamlegt athæfi verða tilkynnt til lögreglu.
Skemmdir í flutningi
Tjón sem verður á vöru í flutningi eru á ábyrgð flutningsaðila. Dundarar bera ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Óviðráðanleg ytri atvik (force majeure)
Dunda ehf er ekki ábyrgt fyrir vanefndum á skuldbindingum sínum ef þær stafa af óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure), s.s. náttúruhamförum, stjórnvaldsaðgerðum, viðskiptabanni, óeirðum eða verkföllum sem eru ekki á valdi Dunda ehf, starfsmanna þess eða umboðsaðila.
Kaup á vörum
Öll birt verð eru staðgreiðsluverð og með virðisaukaskatti.
Ef kaupandi hættir við kaup, eftir að greiðsla hefur farið í gegn skal tilkynna söluaðila og [email protected] svo fljótt sem auðið er.
Deilur milli kaupanda og seljanda
Sé kaupandi ósáttur við ástand vöru sem keypt hefur verið í gegnum dunda.is, skal hann tilkynna seljanda það innan sólarhrings frá móttöku vörunnar. Ef samkomulag næst ekki milli kaupanda og seljanda innan sólarhrings frá því að kvörtun berst seljanda, skal tilkynna Dunda ehf um deilurnar með tölvupósti til [email protected]. Taka skal skýrt fram hvert umkvörtunarefnið er og láta ljósmyndir af ástandi vörunnar fylgja, eigi það við.
Ef sending skilar sér ekki til kaupanda innan þeirra tímamarka sem seljandi gefur upp á dunda.is, getur kaupandi haft samband við [email protected]. Ef seljandinn getur sýnt gögn sem staðfesta að sendingin hafi farið frá honum ber flutningsaðili ábyrgð á töfum eða því tjóni sem varan gæti hafa orðið fyrir. Að öðrum kosti getur kaupandi krafið söluaðila um endurgreiðslu.
Auglýsingar söluaðila
Notendur vefsins geta tilkynnt grun um að auglýsing brjóti gegn skilmálum dunda.is, höfundarrétti, hugverkarétti eða íslenskum lögum í tölvupósti til [email protected].
Óleyfileg viðskipti
Ekki er heimilt að leitast eftir kaupum á öðrum vörum en handverki eða sköpun Dundara.
Ábyrgð kaupenda
Þú berð ábyrgð á því að öll starfsemi eða samskipti sem þú tekur þátt sem tengjast viðskiptum á dunda.is brjóti ekki gegn hugverkaréttindum eða öðrum réttindum einstaklings eða lögaðila, eða gegn gildandi lögum á Íslandi. Gætið heiðarleika og kurteisi í samskiptum.
DUNDARAR
Dunda ehf sér um rekstur söluvefsins dunda.is og hefur milligöngu um greiðslu fyrir þær vörur sem eru seldar á vefsíðunni.
Dunda ehf veitir söluaðilum (Dundurum) þá þjónustu sem lýst er hér í samræmi við íslensk lög og reglur. Söluaðilar bera ábyrgð á eigin rekstri gagnvart íslenskum yfirvöldum.
Ábyrgð seljanda
Söluaðilar skulu aðeins nota dunda.is til að auglýsa og selja eigin sköpun og verk. Öll lagaleg réttindi varðandi sölu þeirrar vöru sem seld er á dunda.is eru á ábyrgð söluaðila.
Söluaðilar setja sjálfir inn upplýsingar um vörur og verð þeirra á dunda.is og bera ábyrgð gagnvart kaupendum á því að upplýsingar um hverja vöru séu nákvæmar og réttar.
Dunda ehf tekur 14% af hverri sölu. Athugið að gera ráð fyrir gjaldi Dunda ehf og virðisaukaskatti í því verði sem er sett á hverja vöru.
Greiðslur
Dunda ehf greiðir söluaðilum fyrir seldar vörur einu sinni í viku. Miðað er við að sala hafi farið fram þegar kaupandi hefur sótt vöru til sendingaraðila eða söluaðila, ef kaupandi gerir engar athugasemdir við ástand vöru. Ef kaupandi gerir athugasemdir við ástand vöru getur greiðsla tafist meðan málið er í úrvinnslu. Athugið að greiðslan birtist á yfirliti seljanda næsta virka degi eftir að greiðsla er framkvæmd.
Dunda ehf áskilur sér rétt til þess að halda eftir greiðslum til seljanda ef talið er að um sviksamlegt athæfi sé að ræða. Í slíkum tilvikum verður greiðsla fryst meðan viðskipti eru yfirfarin. Ef rökstuddur grunur er um að athæfið sé sviksamlegt verður greiðslu skilað til kaupanda og haft samband við lögreglu.
Sendingar
Söluaðili þarf að tryggja að vara sé pökkuð rétt inn til að verja hana gegn hnjaski áður en hún er send með sendingaraðila. Vinsamlega athugið leiðbeiningar sendingaraðila til að vera þess viss að vara sé rétt innpökkuð.
Sending og afhending vöru
Vara verður að vera afhent á afhendingarstað sendingaraðila áður en afhendingarfrestur er liðinn. Afhendingarfrestur kemur skýrt fram í viðskiptaferli sölunnar hjá bæði seljanda og kaupanda. Afhendingartími er breytilegur eftir tímaramma sendingaraðila eftir að seljandi hefur afhent sendingaraðila pakkann.
Öryggi í tengslum við peningaviðskipti
***Fá texta frá Fjárflæði?
Gjaldtaka við notkun viðskiptakerfis Dunda
Bæði kaupendur og seljendur geta leitað til Dunda ehf ef upp koma vandamál eða álitamál við notkun dunda.is. Dunda ehf getur innheimt gjald fyrir þjónustu og ráðgjöf. Ef til þess kemur mun gjaldið alltaf vera skýrt tekið fram áður en notendur nýta sér þjónustuna.
Viðeigandi eftirlitsaðilar
Dunda hefur heimild til að vinna greiðslur í samræmi við reglur Straums og eftirlitsaðila þess.
Endurgreiðslur og ábyrgð
Reglur um almenna notkun á Dunda
Auglýsingar söluaðila á dunda.is
Einungis er heimilt að auglýsa eiginlegar vörur. Ekki er heimilt að auglýsa þjónustu, verslanir eða auglýsa eftir vörum til kaupa.
Dunda ehf getur óskað eftir frekari gögnum um vörur, þ.m.t. ástand þeirra, tímasetningu kaupa, eða uppruna þeirra.
Það er á ábyrgð söluaðila að tryggja að myndir sem hann notar í auglýsingar á dunda.is brjóti ekki gegn höfundarrétti þriðja aðila. Dunda ehf er leyfilegt að nota myndirnar í auglýsingar fyrir dunda.is.
Notendur geta tilkynnt grun um að auglýsing brjóti gegn skilmálum dunda.is, höfundarrétti, hugverkarétti eða íslenskum lögum í tölvupósti til [email protected].
Hlutverk Dunda í tengslum við viðskipti
Hlutverk Dunda
Vörur sem auglýstar eru til sölu á Dunda, með skráningu á söluauglýsingu, eru settar upp af notendum sjálfum. Dunda starfar sem milliliður með sölu milli seljenda og kaupenda á vörum sín á milli.
Fyrirvari
Dunda hefur enga stjórn á eða er ábyrgt fyrir gæðum, öryggi, eða lögmæti þeirra vara sem auglýstar eru, sem tengjast viðskiptum milli notenda, eða hvort seljandi hafi vilja eða getu til að selja eða senda áfram vöru, né heldur hvort kaupandi hafi vilja eða getu til að greiða fyrir vöru. Dunda tekur engan þátt í og hefur engin afskipti af samningaviðræðum á kaupum og sölum á vörum í viðskiptum milli notenda. Í samskiptum og samningaviðræðum milli notenda geta komið upp tilvik óæskilegrar hegðunar, eða birtingu óleyfilegra upplýsinga, sem brotið geta í bága við lög eða skuldbindingar notenda, og ber Dunda enga ábyrgð á slíkum tilvikum.
Öll brot gegn skilmálum þessum veita Dunda heimild til að loka á aðgang viðkomandi aðila.
Verði hluti þessara skilmála talinn ógildur af þar til bærum yfirvöldum eða dómstólum skal það ekki hafa áhrif á gildi skilmálanna að öðru leyti.
Gildistími
Skilmálar þessir eru gefnir út af Dunda og gilda frá og með 14. janúar 2025 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.
Engar vörur í körfunni