Anna Sigga Handverk
Anna Sigga Handverk

Anna Sigga Handverk

  • Engar umsagnir fundust!

Um Dundara

Ég heiti Anna Sigga og er forfallinn föndrari af lífi og sál. Ýmiskonar föndur/skapandi vinna hefur fylgt mér frá því ég var barn, en ég myndi segja að móðir mín og ömmur séu mínar handavinnu fyrirmyndir. 

Ég hef verið hvað lengst í pappírsföndri og má þar helst nefna albúmagerð, kortagerð, ýmiskonar bækur og minningaralbúm (scrapbooking). Prjónaskapur er einnig stór partur af mínu lífi og því ákvað ég að fara útí að útbúa mín eigin prjónamerki og aðra aukahluti er viðkemur prjónaskap. Polymer leir og vínil-útskurður eru mín nújustu áhugamál.

Ég fór í veikindaleyfi, í kjölfar veikinda, snemma árs 2023 og má því segja að föndur og skapandi vinna hafi átt þátt í því að bjarga minni andlegu heilsu á þeim tíma. Í framhaldi af því ákvað ég að leyfa sköpuninni að taka stærri sess í mínu lífi.

Allar vörurnar eru handunnar af mér, og ég hlakka mikið til að deila sköpunargleðinni með ykkur.

Forsíða Versla Aðgangur Karfa
Karfa(0)

Engar vörur í körfunni Engar vörur í körfunni