Fallegt sjal með gatamynstri. Það er heklað eftir uppskrift Elínar Guðrúnardóttur. Garnið er handlitað og það er litað af Didda's dye dream. Garnið er 84% merinó ull og 16% Donegal nep (tweed).
Ég get prjónað peysur eftir sérpöntunum, þú sendir mér hvaða stærð og lit þig vantar. Það má gera ráð fyrir 3-4 vikum þangað til þú færð vöruna afhenta.
Rauðagull heklað sjal. Uppskrift eftir Elínu Guðrúnardóttur í Handverkskúnst. Fallegir rauðbleikir og gulir tónar. Garnið er akríl- og bómullarblanda. Tilvalið fyrir öll sem ekki þola ull. Það tónar vel bæði við ljósar og dökkar flíkur.