Persónuverndarstefna Dunda ehf. 

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstakling. Dunda ehf geymir aðeins persónuupplýsingar notenda sem eru nauðsynlegar til að tryggja virkni vefsíðunnar dunda.is, t.d. nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og greiðsluupplýsingar.

Þeir aðilar sem sjá um greiðslumiðlun (Straumur) og vörusendingar (Dropp) hafa aðgang að hluta þeirra persónuupplýsinga sem notendur gefa upp á dunda.is. Dunda ehf geymir ekki kortaupplýsingar.

Dundarar ákveða sjálfir hvaða upplýsingar um þá eru sýnilegar almenningi á vefsíðunni. Engar upplýsingar um einstaka kaupendur eru sýnilegar almenningi á vefsíðunni.

Engar persónuupplýsingar notenda dunda.is verða sendar þriðja aðila nema þess sé krafist skv. lögum af þar til bærum yfirvöldum.

Ef notandi telur að hætta sé á misnotkun persónuupplýsinga sem Dunda ehf geymir skal tilkynna það í tölvupósti til [email protected].

Nánar um réttindi einstaklinga varðandi persónuupplýsingar á:

https://island.is/personuvernd-og-thin-rettindi/personuupplysingar

Forsíða Versla Aðgangur Karfa
Karfa(0)

Engar vörur í körfunni Engar vörur í körfunni