Við heitum Bryndís Hrönn og Unnur Agnes.
Við deilum áhuga á (mis) góðum hugmyndum, efnissköpun og einstökum verkum í hvers konar mynd.
Við erum sammála um að það sé komið gott af stóriðju og tími kaupmannsins á horninu sé framundan.
Við skiljum að sköpunin ykkar skiptir ykkur miklu máli og þess vegna viljum við gera dunda.is að markaðstorgi sem gefur ykkur tækifæri til að vaxa, án þess að þurfa að hugsa út í vefsíðugerð og því sem fylgir.
Dunda.is er okkar sköpun og við erum þakklátar fyrir traustið!